Ferill 869. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2082  —  869. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni um hleranir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver er fjöldi alþingismanna og annarra stjórnmálamanna sem lögreglan hefur fengið heimild til að hlera frá árinu 1944 til dagsins í dag, sundurliðaður eftir árum?
     2.      Hver er fjöldi annarra embættismanna ríkisins sem lögreglan hefur fengið heimild til að hlera frá árinu 1944 til dagsins í dag, sundurliðaður eftir árum?


    Í málaskrárkerfi lögreglu (LÖKE) er haldið utan um tilteknar upplýsingar er varða rannsókn sakamála. Í málaskrárkerfinu er hins vegar ekki almennt skráð hvaða starfi eða embætti sá sem beittur er hlerunum gegnir eða þá hvaða stjórnmálaflokki viðkomandi tilheyrir. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir. Með svari þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort heimilt væri að veita umbeðnar upplýsingar, lægju þær fyrir.